Má til með að skella inn þessu sjaldheyrða jólalagi. Á eflaust ágætlega við hjá mörgum þessa dagana. Og er auk þess eitt af fallegustu lögum sem ég veit.
Monthly Archives: desember 2008
Iktíófónus
Ég keypti mér fleytifulla krukku af dýrindis Ora Jólasíld um helgina. Svo uppgötvaði ég núna í hádeginu að ég hef misst nánast alla lyst á henni. Það svífur alltaf fyrir augum mér graftarmyndskeiðið í RÚV-fréttum gærkvöldsins. Æ, mig auman. Eins og hún var nú ágæt.
Gleymd baráttumál, 2. hluti
Það var að rifjast upp fyrir mér að í sumar var eins og allt væri á leið í hundana hérna út af deilum um matvælaöryggi. Hvað varð eiginlega um það? Stendur virkilega öllum á sama um öryggi matvæla okkar? Hvað er þá orðið osfrv.