Ólund, kjöt, Ási og Pétur

Það kemur fyrir æ ofan í æ að ég bræði með mér að skrifa eitthvað, svo fallast mér bara hendur.

Margir hafa sagt margt, og betur en ég. Og í langan tíma.

Á einhver eintak af Ólundarblaðinu, sem kom út á Akureyri fyrir sirka tuttugu árum? Eftir háðsádeilu Ásmundar Ásmundssonar, listamanns, í vefritinu Nei. um daginn, þá hefur mig langað til að lesa aftur Kjötsgreinina þeirra Ása og Péturs. Mig minnir að þar hafi í fyrsta skipti verið sagt upphátt ýmislegt sem svo heyrðist ekki aftur fyrr en fyrr í vetur.

Nei. Ég er að ljúga. Mig hefur langað til þess lengur. Alveg síðan í haust.