Sjálfstæðisþingmaður hittir naglann á höfuðið – hrós

Ég má til með að hrósa Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, fyrir að hitta naglann rækilega á höfuðið og fanga í einni málsgrein nákvæmlega hvar potturinn er brotinn í íslensku stjórnskipulagi, í viðtali við Helga Seljan fyrr í dag:

HS: [… talar um yfirlýsingar um skort á trausti á  seðlabanka, fjármálaeftirliti og ríkisstjórn í röðum þingmanna …] Hvers vegna heldurðu að þetta nái ekki í gegn?

RR: Það er vegna þess að við þingmenn erum þingmenn en ráðherrar eru ráðherrar og þeirra er valdið.

(Aukafréttatími RÚV kl. 14:30, 21. janúar 2009)

Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá: til að draga úr styrk framkvæmdavaldsins en efla sjálfstæði löggjafar- og dómsvalds.

Það er. ekki. hægt. að orða þetta betur.

Klapp klapp klapp Ragnheiður. Klapp klapp klapp.