Helgi Hálfdanarson – minning

Það eru svona umþaðbil tíu ár síðan að í Lesbók Morgunblaðsins birtist eftir eitthvert meint ungskáld ljóð sem mér sýndist við nánari skoðun vera þýðing Helga á einu af smáljóðum Piet Hein. Mér varð svo mikið um að ég gróf upp símanúmerið hjá karli, hringdi í hann og sagði honum frá þessari hneisu að mér fannst, og hann ætti endilega að leita réttar síns. „Nú er það virkilega já,“ sagði hann við tíðindin og það mátti heyra hann brosa gegnum símtólið. Svo eyddi hann fljótlega talinu, við kvöddumst og lögðum á og lýkur þar þessari sögu.