Dætur mínar tvær eiga stundum dálítið erfitt hvor með aðra. Stundum þannig að endar í öskrum og stympingum og hendur látnar skipta. Þá kemur fyrir að ég segi þeim að fara í kapp. Og kappið er svona:
Sá vinnur sem er fyrri til að fara að haga sér eins og manneskja.
Og endar vanalegast með því að báðar fá það sem þær vilja og skilja sáttar eins og þær eru nánast alltaf.
Jæja.
Einhvern tíma í dag ætla ég að reyna að finna mér lögreglumann og gera eitthvað fallegt fyrir hann.
Minni svo á að þingfundur verður settur klukkan 10:30. Áfram með eldhúsverkin.