Ég bara stenst ekki mátið.
Lag dagsins er náttúrulega „Ég las það í Samúel“ með Brimkló.
Þetta fær mig til að skella uppúr af að minnsta kosti tveimur ástæðum.
Annars finnst mér þessi ummæli falla í flokk vanhugsaðra ummæla af svipuðu tagi og, tjah, þau um sætustu stelpuna á ballinu, eða „þú ert ekki þjóðin,“ eða Bermúdaskálina. Svo dæmi séu tekin af handahófi. Allavega ekki þess verð að framtíð íslenskrar þjóðar vegi salt á þeim.
Og finnst mér óþarfi að eyða á það frekari orðum.
Viðbót: Jú og auðvitað „skítlegt eðli.“ Hvernig gat ég gleymt því.