Fyrst komin var samkeppni á heimilið ákvað ég að gera eitthvað í mínum málum. Svo ég er að minnsta kosti búinn að taka til í hlekkjunum mínum hér til hliðar, þótt ekki hafi ég bætt nema einum nýjum við í bili.
Í hádegismat á spítalanum fékk ég mér snitzel með hrásalati og einhvurslags grófsaxaðri, kaldri og ögn súrsaðri kartöflustöppu. Þeir sem vita hvað það er og hvað þetta er kallað mega endilega fræða mig um það.
Á leiðinni heim í gegnum skóginn mætti ég nunnu, hvítklæddri og vel við aldur. Hún brosti við mér á göngunni, fuglar sungu í trjánum, sólin skein ofanum greinarnar og þyrla sveif yfir að austan, sennilega á leið uppá BG Unfallklinik. Kannski voru einhver fleiri hljóð, ég veit það ekki. Ég var að hlusta á Cat Stevens í iPodinum mínum.