eða ég, það er að segja.
– – –
Já og gleðilega þjóðhátíð, áður en ég gleymi því. Ég fór í „Helvítis fokking fokk“ bolinn sem frúin gaf mér í afmælisgjöf í tilefni dagsins. Var í honum fram að kvöldmat, þegar ég sullaði yfir hann heilli dobíu af hollenskri sósu og soði af þýskum aspargusi.
Týpískt.
– – –
En já, París. Ég var búinn að búa mig undir að finnast hún ekkert spes, að þetta stæði ekki undir öllu hæpinu. En ég verð að segja að hún stóð fyllilega undir því, fyrir mína parta.
Ég var þarna ekki nema tvær nætur, frá sunnudagskvöldi til þriðjudagsmorguns, og á fundi allan mánudaginn, þannig að ég hafði ekki nema þrjá fjóra tíma á mánudagskvöldinu til að skoða mig um. Hótelin tvö, þar sem ég gisti og þar sem ég fundaði, voru bæði í grennd við Champs Elysées, svo ég kynntist sæmilega svona tveggja kílómetra kafla af breiðstrætinu.
Fór uppí Sigurbogann. Stóð í kortér dáleiddur við Place Charles de Gaulle Étoile og furðaði mig á hvernig í ósköpunum svona furðuverk gæti virkað. Skil vel að frönsk tryggingafyrirtæki skuli hafa sérstaka klásúlu í bílatryggingunum sínum fyrir óhöpp sem verða þar.
– – –
(Ég held uppteknum hætti með það að vera ekkert að flýta mér að blogga um hlutina – ég var þarna fyrir einni og hálfri viku.)
– – –
Tók eftir því ofan af toppi Sigurbogans að Eiffelturninn var innan göngufæris. Og varð þá náttúrulega að ganga þangað yfir, fyrst maður var þarna. Ég fór reyndar ekkert upp í hann (það var orðið svo framorðið) en ég stóð dolfallinn og dáðist að verkinu. Og meðan ég býsnaðist yfir dýrðinni stakk ég heyrnartólunum í hlustirnar á mér og blastaði þetta úr iPodinum:
Fjórum sinnum í röð, frekar en þrisvar.
Það dró ekki úr upplifuninni.
– – –
En til Parísar ætla ég pottþétt að fara aftur seinna.
Og þá með frúnni.
Krakkarnir mega gera eitthvað annað á meðan.