Ég var búinn að finna mér uppáhaldskaffi til hvunndagslegs heimabrúks – Dallmayr Prodomo – einhverntíma á haustdögum. Ætlaði að reyna að halda mig við það sem oftast. Þá birtist rétt fyrir jólin frétt um að dómur hefði fallið í máli sem snerist um ólöglegt verðsamráð kaffirisanna þriggja hér í Þýskalandi: Melitta, Tchibo og Dallmayr. Með …
Monthly Archives: janúar 2010
Þrjú kvöld af sjónvarpi
Ég fór í afmælisferð til Kölnar. (Hún var mjög ánægjuleg, takk fyrir að spyrja – sjá frúna fyrir ferðalýsingu.) Við stoppuðum á leiðinni norðureftir til að fá okkur skyndibita. Í sjoppunni voru seldar DVD-myndir, sem var kjörið, þar sem maður á til að þreytast á þýska döbbinu. Meir um það rétt bráðum. En einnig fyrir …
Árið í aldanna skaup
Gleðileg jól og árs og friðar. Þau voru ljúf hjá fjölskyldunni, bæði jólin og áramótin, eins og lesa má hjá frúnni. Þar má meðal annars sjá undirritaðan í Lederhosen og alsælan yfir íslenskri jólabók í hendi. Ég fékk þær þrjár: Svörtuloft eftir Arnald, Harm englanna eftir Jón Kalman og Milli trjánna eftir Gyrði. Ég byrjaði …