Úrslitaþáttur Grand Prix der Volksmusik var haldinn hátíðlegur í Vín síðasta laugardagskvöld. Þar sem þetta var 25. þátturinn frá upphafi var sérstök júbíleúmsdagskrá, mikið um dýrðir og flestallir sótraftar á svið dregnir af lista sigurvegara síðustu 24 ára. Áhugasömum til eflaust óblandinnar ánægju má benda á að þátturinn er aðgengilegur á vef austurríska ríkissjónvarpsins og …