En allt frelsi, jafnt þjóða sem einstaklinga, krefst aga. Agi hvers einstaklings, í hugsun og hátterni, getur aldrei leitt til annars en farsældar allrar þjóðarinnar. Við megum aldrei ganga svo lengi á sjóði, hvorki andlega né veraldlega, að ekkert sé lengur eftir til að gefa. Við höfum þegið góðar gjafir frá fyrri kynslóðum og öðrum þjóðum. Mesta gæfa okkar væri sú að gefa ekki minna.
Þetta er úr setningarræðu sigurvegara dagsins, fyrsta ágúst árið 1980.
Fagur texti, tímalaus og dagsannur.
Einhvern tíma á síðustu tveimur árum (kannski kringum áttræðisafmælið hennar í vor sem leið) var athygli okkar hjóna vakin á þessum orðum. Okkur fannst nógu mikið um þau til að skrifa þau upp og hengja á vegginn í stofunni okkar. Ég rifja þau upp hér í tilefni dagsins.
Til hamingju Vigdís, þú ert vel að þessu komin.