Það er rétt að ég hnykki á því sem mér finnst skipta allramestu máli við þetta stjórnlagaþing, númer eitt, tvö og þrjú.
- Farðu og kjóstu á laugardaginn. Hverja þá sem þér líst best á. Það er mikilvægast af öllu. Stjórnlagaþing mun þurfa sterkt umboð frá þjóðinni.
- Það verður að draga eitthvað af tönnum úr framkvæmdavaldinu. Styrkja sjálfstæði löggjafar- og dómsvalds. Efla áhrif forseta til að geta haft taumhald á forsætisráðherra og ríkisstjórn. Og yfirhöfuð skoða hverja þá leið sem gæti orðið til gagns við að draga úr því sem hefur verið kallað ráðherra- og flokksræðið.
- Aftur: Farðu og kjóstu!
Nokkrar þeirra leiða sem eru færar til að draga úr ráðherraræðinu nefndi ég í fyrri pistli í upphafi baráttunnar. Ýmsar aðrar leiðir hafa verið nefndar af mörgum öðrum frambjóðendum. Ég vil sérstaklega nefna hugmyndir sem ég hef séð Gísla Tryggvason ræða, meðal annarra: Að draga úr frumkvæðisvaldi ráðherra til að setja lög og reglugerðir.
– – –
Ég hef ekki gert nein ósköp af því að senda miðlum greinar til birtingar. Þó má nú lesa eftir mig tvær greinar, hvora í sínum heimahagamiðlinum:
Á vef Vikudags á Akureyri lofsyng ég það að vera ekki of viss um það hvernig nákvæmlega eigi að leysa hlutina áður en hafist er handa.
Og á vef Feykis á Sauðárkróki rifja ég upp bíltúr úr æsku minni í Vatnsdalinn.