Tvö áramótaheit:
- Að vera betri manneskja á komandi ári en því sem er liðið. Ég er búinn að vera með þetta heit í áskrift síðustu fimmtán árin. Kosturinn við það er sá að það er alltaf þess virði að rembast við, óháð því hvort manni tókst að efna það síðast eða ekki.
- Að sniðganga Geir H. Haarde. Ef haft er eftir honum í blaðinu þá fletti ég yfir það. Ef hann kemur í hádegisfréttum útvarps þá slekk ég á því. Ef hann kemur í kvöldfréttum sjónvarps þá skipti ég um stöð og hlusta frekar á vísdóm Hómers Simpson. Þessu verður haldið til streitu út árið eða þartil hann leysir upp ráðuneyti sitt. Hvort sem kemur á undan.
Fjölskyldan er annars búin að ákveða að mæta niður á Austurvöll á morgun. Ég hefði ekkert á móti því að hafa skilti eins og það sem Jón Gnarr bjó til í skaupinu í fyrrakvöld. Ef einhver byrjar að kyrja, þá mun ég eflaust taka undir.
Gleðilegt nýtt ár.