Nomen Nescio

Alltaf öpp tú deit – nú skal talað um daginn í gær.

Ég leit niður í Austurstræti um hádegisbilið í gær. Sá þar og bekenndi Guðmund hinn góða, enda var hann ekki anonymus samkvæmt dagskipun. Fékk þar fljótlega smáskilaboð frá vinum mínum Árna og Siggu Láru að líta í kaffi, sem ég og gerði. Við töluðum um jólabækur, bíómyndir og ameríska sjónvarpsþætti. Og Nebúkadnesar Nebúkadnesarson: ég deildi með þeim hvernig árum saman gekk ég með þá grillu í höfðinu að N.N. hefði aldrei staðið fyrir neitt annað en Nebúkadnesar Nebúkadnesarson. Á leið aftur niðrá Lækjartorg – nánar tiltekið fyrir framan Forlagið – skárust leiðir mínar við, að ég held, þennan bróður hérna, frekar en hinn. Hann horfði einkennilega á mig á göngunni og leit um öxl þegar hjá var farið. Eins og honum fyndist sem hann ætti að þekkja mig. Sem honum ætti, faktískt séð, ekki.

Það sem eftir lifði dags gerðist ekki neitt.