Frá Gvendarbrunnum

Alltíeinu mundi ég að ég átti enn kornið sem fyllti Blogger-mælinn minn:

Ég rakst nefnilega á þennan skehntilega leik hjá Guðmundi góða meðan ég var í mínu mislukkaða blogghléi og mátti til með að prófa sjálfur:

IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?

So, here’s how it works:

Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)

Put it on shuffle

Press play

For every question, type the song that’s playing

When you go to a new question, press the next button

Don’t lie and try to pretend you’re cool…

Svona kom þetta út fyrir mitt leyti:

  • Opening Credits: Rodney King / The Boo Radleys. „Do you know my name before you tear me apart? Do you care?“ Það er augljóst að það verður mikið drama í gangi í henni þessari.

  • Waking Up: Draumur fangans / Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms. Þetta er bara of gott.

  • First day at school: Sexx Laws / Beck. Ehh, sko… hmmm. Þetta getur þá varla verið fyrsti bekkur í grunnskóla. Varla. En það er einhver innri lógík í þessu samt. Ég hefði gjarnan þegið að vera svo svalur í skóla að geta stikað um gangana undir þessu.

  • Falling in Love: Fly, fly, my sadness / Búlgarski kvennakórinn Angelite og túvönsku barkasöngvararnir í Huun-Huur Tu. Vá. Þetta er augljóslega svo óendurgoldin ást að það er rosalegt. Eða tilfinningar sem rífa hjartað útúr brjóstinu á manni. Brjálað drama. Eða bara brjálæðislega fyndið. Túlkunarmöguleikar ótæmandi.

  • Fight Song: Mercury / Throwing Muses. Jöss!!! Það má öskra „I am the opposite of you!“ og slást undir þessu. Það má svo vel slást undir þessu.

  • Breaking Up: A Marriage made in Heaven / Tindersticks. Aftur: Þetta er bara einum of. Það er varla til angurværari tónlist en Tindersticks: „ Now she cries with a cigarette at the window / He croons and moans like he’s hurting / She cries so well“

  • Getting Back Together: Forever Lost / The Magic Numbers. Þetta er band sem ég veit bara ekkert um. En lagið er ágætt. Og gæti eflaust alveg gengið.

  • Wedding: Harm of Will / Björk. Hahahahaha!!! Jiii þetta er gaaasalega falleg athöfn. Og textinn á betur við en nafnið á laginu gefur tilefni til að ætla.

  • Birth of Child: Drain You / Nirvana. Púff. Rokkskrímslið fæðist. Átök, stress og brjálaður rembingur. Öskur á réttum stað og alltsaman.

  • Final Battle: Almaz / Randy Crawford. Þetta er póstmódernískasta bardagasena gervallrar kvikmyndasögunnar. Sprengingar, skothvellir og fólk á hlaupum. Allt í geðveiku sló-mó. Og með þessu sándtrakki. Quentin Tarantino, eat your heart out.

  • Death Scene: Like The 309 / Johnny Cash. Það trúir þessu ekki nokkur maður. Þetta er of kúl.

  • Funeral Song: Compositions for the Young and Old / Bob Mould. Hmmm. Athyglisvert. Endurlit og nostalgía. Betur viðeigandi en ég hefði trúað.

  • End Credits: Henry Lee / Nick Cave & The Bad Seeds með P.J. Harvey. Þá er það offisíelt: Þetta er mynd sem endar að minnsta kosti eins illa og upphafslagið lofaði.

Svo varð mér hugsað til svipaðs leiks sem ég fór í í mars síðastliðnum, nema þar valdi ég sándtrakkið sjálfur. Ég prófaði að randomísera lagavalið fyrir þá mynd líka:

  • Opening credits: Amie / Damien Rice. Óvenju ljúft upphafslag. Mikið voðalega stefnir í miklu sætari mynd hérna. Jafnvel ógeðslega væmna og asnalega.)

  • Wake up scene: Domine Deus / Camerata Nova. Kanadískur kammerkór með fyrrnefndan Vestur-Íslending innanborðs syngur a capella verk eftir Andrew Balfour. Mjög fallegt sosum en kannski ekki alveg til að rífa mann upp í morgunsárið.

  • Average day scene: Hazing / Throwing Muses. Þetta er nánast spot-on. Þótt það passaði jafnvel enn betur sem næsta lag á undan.

  • Best friend scene: Surrealchemist / Stereolab. Það er eitthvað undarlega viðeigandi við þetta líka.

  • Crush scene: Frelsið / Nýdönsk. Það er auðveldlega hægt að verða skotinn við þetta. Ekki það að ég hafi lent í því sjálfur. Og fannst lagið reyndar leiðinlegt þegar ég var á þeim aldri.

  • Falling in love scene: Perfect blue / The Wedding Present. Jöss! Það var laglegt! Ballaða yfirfull af yndislega korní línum eins og þessari: „When I’m away from you it’s like there’s something missing…“

  • Love scene: Upon 9th & Fairchild / The Boo Radleys. Þetta er hinsvegar yfirmáta súrrealískt. Ástarsena með mjög taugaspenntri undiröldu.

  • Fight with friend scene: Boys / Bauhaus. Það má slást undir þessu líka. Læt samt vera með ælænerinn og kinnalitinn.

  • Break up scene: Ljóð frá Sýrlandi / Háskólakórinn. Þetta er greinilega mjög sársaukafullur aðskilnaður. Lagið er eftir Hákon Leifsson. Ljóðið er mettaður tregi eftir Kiljan.

  • Get back together scene: Aaaa…… / Emiliana Torrini. Þetta er afturámóti rosalega hjartnæm sena. Minnst sjö vasaklútar í hana eina.

  • Fight at home scene: His lyrics are disastrous / Jakobínarína. Undarlega viðeigandi súrrealismi, enn og aftur.

  • Life’s ok scene: Fantasy / George Michael. Ja nú myndi ég hlæja, vissi ég ekki uppá mig skömmina. Gervitrompetarnir eru æðislegir. Æðislegir. Og lífið er… ókei.

  • Heartbreak scene: I wish I were in love again / Judy Garland og Mickey Rooney. Textinn á vel við. Lagið þó furðu glaðlegt fyrir tilefnið.

  • Mental breakdown scene: Colder / Throwing Muses. Vá! Bara… vá. Þetta lag er, í einu orði sagt, geðveiki. Tónum klædd geðveiki: „Fire came from my mouth! It’s pushing me around! And I’m not loving! I’m not hating! I’m not creating!“

  • Driving scene: I’m finding it harder to be a gentleman every day / The White Stripes. Það má rúnta um undir þessu. Auðveldlega.

  • Lesson learning scene: Soul boy / The Blue Nile. Kannski ekki eitt af þeirra allrabestu. En vissulega með lexíu.

  • Deep thought scene: Stikkfrí / Bubbi Morthens. Hann er aldeilis djúpur, hann Bubbi.

  • Flashback scene: Dan Abnormal / Blur. Og tímavélin flassar okkur aftur á Nýja Garð um miðjan tíunda áratug síðustu aldar.

  • Party scene: Out there / Dinosaur Jr. Það er trúnó í gangi í hverju herbergi og allt yfirfullt af bullandi hvínandi bömmerum. Það er of seint um nótt og allir eru orðnir alltof fullir. Og langar að vera með einhverjum sem annaðhvort er ekki til eða vill þá ekki.

  • Happy dance scene: Sylvia / Pulp. Öhhm. Umm. Má ég kynna: Gleðidans nördalegu sérviskupúkanna.

  • Regret scene: Strange news from another star / Blur. Hneit þar. Tvímælalaus bömmer.

  • Long night alone scene: Omnia Sol Temperat / Úr Carmina Burana eftir Carl Orff. Það er nótt og ég er einn. En senn birtir af nýjum degi. Og þá mun sólin verma allt.

  • Death scene: Mambo Inn / The Billy Taylor Trio. Ég væri alveg til í að deyja undir þessu. Það væri… geðþekkt. Dauðinn kæmi þá í heimsókn í bongótrommusólóinu um miðbikið, því sem endar á „Saltkjöt og baunir, túkall.“

  • Closing credits: I’ve lost the reason / The Boo Radleys. Þetta er mjög kúl lokalag: “ Finally an OK calm has fallen over me…“

Og þannig var það nú.