…hvernig maður gerir alla íslensku stafina á dönsku lyklaborði. Þ og ð komu síðast – bara núna rétt í þessu.
Ég sé að allt er að ganga af göflunum þarna hjá ykkur út af einhverju sem kallast matvælaöryggi. Hvað í anskotanum er að ykkur þarna uppi á skerinu? Eru allir að verða vitlausir eða hvað?! Hvað er málið?!!!
En yfir að mikilvægari tíðindum.
Það hryggði mig, skömmu áður en ég fór af landi brott, að keyra gegnum Kollafjörðinn og sjá að merkar menningarleifar höfðu verið eyðilagðar af auglýsingadeild SPRON og hreinsunardeild Reykjavíkurborgar. Svo það gladdi mig að frétta frá doktor Gunna að forvörsludeild Flatusarsafnaðarins virðist hafa verið snögg að kippa því í liðinn. Og prumpum fyrir því.
Ég hef persónulegar ástæður til að gleðjast yfir þessu. Af sömu ástæðum vil ég taka fram strax að ég hef pottþétta fjarvistarsönnun: ég var ekki einu sinni á landinu þegar téð þjóðþrif voru framin. Ástæðurnar verða raktar ef þörf krefur þegar líður á haustið, sennilega undir lok septembers.
Annars er allt ljómandi bara.