Pabbi og bræður mínir fengu allt í einu ógurlegan áhuga fyrir golfi. Tók nokkrar myndir af þeim að leika sér en af einhverjum ástæðum vilja fælarnir fyrir alla mynd nema þessa ekki hlýða mér. Þannig að mynd-á-viku mynd númer 22 er kannski ekkert spes, hefði allavega átt að vera betri. Mynd-á-viku mynd númer 22. Allar …
Monthly Archives: maí 2010
Sumarið kemur (PAW)
Sumarið er að brjótast út á trjánum við leikskólann Fögrubrekku Mynd-á-viku mynd númer 21. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Jón Gnarr, SHS og útsvarið á Seltjarnarnesi
Í seinasta Reykjavík Grapevine er viðtal við Jón Gnarr. Þetta er eins konar kosningaviðtal þar sem reynt er að fá svör frá honum við spurningum sem gætu, eða ættu allavega, að skipta kjósendur máli fyrir kjördag eftir tæpa viku. Mér finnst reyndar að það hefði mátt krefja Jón ennþá innihaldsmeiri svara en hann gefur í …
Continue reading „Jón Gnarr, SHS og útsvarið á Seltjarnarnesi“
Bókaflóð (PAW)
Var að endurskipuleggja. Náði að stækka hillupláss fyrir bækur töluvert sem þýðir að nú eru allar bækurnar mínar sem ekki eru niðrí í bílskúr í hillum en ekki á skrifborði og hér og þar. Góð breyting. Mynd-á-viku mynd númer 20. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Ógn við mannlegt samfélag
„Trúleysi ógnar mannlegu samfélagi, viðskiptum og stjórnmálum; ótryggð og ótrú ógnar uppeldi barna okkar, sundrar heimilum og fjölskyldum. Valið stendur milli trúar og trúleysis á vettvangi hversdagsins, sem og viðskipta og stjórnmála. Ég er ekki í vafa um að flestir myndu að athuguðu máli velja trúna. Og viðurkenna að þegar allt kemur til alls sé …
Nælurnar hans afa (PAW)
Afi safnaði nælum. Ég er með slatta af þeim heima og var aðeins að skoða þær í gær og fann nokkrar merkilgar og flottar. Þarna eru merki frá lýðveldishátíðinni 1944, tveir sjálfstæðisfálkar (sá hægra megin er úr gulli) og styrktarmerki Styrktarfélags Vangefinna. Það seinasta er kannski ekki neitt sérstaklega merkilegt en mér finnst það skondið …
Rólegt hjá rólunum
Þessar rólur eru á litlum róluvelli neðst í Heiðarhjallanum. Ég hef aldrei séð nokkurn mann (barn) nota þær en þetta er notalegasti róluvöllur. Mynd-á-viku mynd númer 18. Allar myndirnar hingað til eru hér.