Fyrsta PAW myndin var af mér að vinna myndir frá áramótunum. Þess vegna er kannski viðeigandi að seinasta myndin sé jólakortamyndin þetta árið. Tekin heima í stofu með nokkra lampa sem ljósgjafa. Kreppustúdíó par exelans. Mynd-á-viku mynd númer 52. Seinasta myndin í verkefninu! Allar myndirnar hingað til eru hér.
Monthly Archives: desember 2010
Fjör í partýi í (PAW)
Fiffi vinur minn og Fanney kærasta hans voru að flytja inn í stúdentagarða og héldu smá innflutningspartý. Þar var góðmennt. Mynd-á-viku mynd númer 51. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Gídeonformaður á fölskum forsendum
Fjalar Freyr Einarsson skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Í blaðinu titlaði hann sig grunnskólakennara en gefur ekki frekari deili á sér í greininni sjálfri, sem er um margt sérstök og sýnir m.a. stórfurðulegan skilning á hugmyndafræði Skóla án aðgreiningar. Það vakti líka athygli mína að Fjalar talar um ‘öfgatrúleysingja’ og reynir þannig …
Klukkan og rúðustrikaða fólkið
Ég næ engri tengingu við þessar pælingar um að seinka klukkunni á Íslandi. Eftir því sem ég best sé þá er líklega gáfulegast að vera ekkert að hringla með klukkuna, enda fylgir því bæði vesen og kostnaður, en að hugsa frekar um að breyta því einfaldlega hvenær dagurinn, þetta sem við afmörkum flest með annars …
Þankastrik (PAW)
I’m leaving, on a jetplane… Mynd-á-viku mynd númer 50. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Óþolandi væl í minnimáttar
Nú virðist aðeins hafa lægt í umræðunni um tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um trúboð í menntastofnunum. Málið er í ferli og óljóst hvað kemur út úr því öllu saman. En ég hef verið að velta aðeins fyrir mér ákveðnum rökum þeirra sem vilja halda trúboðinu inni í skólum. Nánar tiltekið meirihlutarökunum sem kristallast í þessum orðum …
Frostróstir (PAW)
Það var jökulkalt í bústaðnum um helgina. Ég fórnaði mér þó í smá útimyndatöku af snjónum í frostinu. Mynd-á-viku mynd númer 49. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Laufabrauð (PAW)
Föðurfjölskyldan hittist á hverju ári og sker út og steikir laufabrauð. Hjalti bróðir og Lára kærastan hans og Maggi föðurbróðir eru hér einbeitt á svip. Mynd-á-viku mynd númer 48. Allar myndirnar hingað til eru hér.