Það voru rasistar hjá Sölva Tryggvasyni í gær. Ég hef áður skrifað um mannvitsbrekkurnar sem hafa vakið smá athygli fyrir „skelegga“ framkomu og umræðu og þátturinn í gær gerði lítið annað en að staðfesta það sem ég sagði þá. Þetta fólk er einfaldlega illa gefið og álíka vel upplýst og Surtshellir.
Vernda þetta víkingaarfleið [sic!]
Þetta var eitt af því fyrsta sem viðmælendur Sölva sögðu í viðtalinu í gær. Látum nú vera hversu lítið vald þetta fólk hefur á tungumáli menningarinnar sem það vill vernda þá lýsir þetta líka djúpstæðri vanþekkingu á sögu þjóðarinnar. Hvaða helvítis víkingaarfleið? Íslendingar hafa fyrst og fremst verið bændur í gegnum tíðina, þó að þeir hafi flogist töluvert á á Sturlungaöld. Ef tala á um verndun einhverrar íslenskrar arfleiðar þá þykir mér miklu eðlilegra að halda sagna- og bókmenntaarfinum á lofti, en á ekki von á því að pakkið hjá Sölva í gær verði mikill liðstyrkur þar.
Og fyrir utan það, hvernig í ósköpunum er sögu okkar stefnt í hættu með því að hingað flytji fólk? Hverfur sagan og menningin? Er ekki hægt að halda í menninguna en bjóða fólk um leið velkomið?
Sigríður Bryndís er augljóslega meiri hardkor rasisti en Jón Kristinn. Hann segir að þau geti ekki bannað lituðu fólki að vera hér á landi, þá verði þau nefnilega rasistar, en Sigríður vill helst að Afríkubúar haldi sig heima.
Jón: Ef þú hagar þér sem íslendingur þá ertu Íslendingur. Ef þú hagar þér sem múslimi á Íslandi þá verðuru aldrei íslendingur.
Já ok! Og hvað felst í því að vera Íslendingur? Það er aldrei frekar skýrt í þessu viðtali en virðist fyrst og fremst felast í því að vera ekki hitt og þetta sem Jóni og Sigríði líkar illa við.
Þau eru svo auðvitað spurð út í þau ummæli Sigríðar að Hitler hafi nú gert margt gott. Og þau eru nú aldeilis á því að hann hafi gert það og nefna því til sönnunar Volkswagen Bjöllu og Læknavísindi. LÆKNAVÍSINDI! Ætli það séu svona læknavísindi sem Jón er að vísa í?
Annars eiga þau mjög erfitt með að skilja af hverju fólk sé alltaf að spyrja þau út í Hitler. Eru alveg forviða á því af hverju fólk tengir alltaf þjóðernishyggju við hann. Það hefur auðvitað ekkert með blæti þeirra fyrir hakakrossum og þýskum hermunum frá nasistaárunum að gera. Á Facebook mátti lengi vel finna myndir úr samkvæmi sem Sigríður var í þar sem töluvert af svoleiðis hlutum voru augljósir í bakgrunni. Já og svo var það auðvitað fáninn sem var rifinn af félögum þeirra á mótmælunum í haust, þessi risastóri rauði með svarta hakakrossinum. Í framhaldinu af þessum umræðum dettur svo þetta gullkorn út úr Jóni:
Er það ekki rasismi að hugleiða eitthvað slæmt ef þú heyrir orðið Hitler? Er það ekki rasismi? Er þá ekki verið að dæma hann útfrá því sem margir gerðu, heil þjóð?
Er Hitler nú orðin kynþáttur?
Að sjálfsögðu væla þau svo undan öfugum rasisma. Að þau hafi nú aldeilis orðið fyrir slíku. En þau skilja ekki hvað það hugtak þýðir. Það að ég kalli þau illa gefið hyski sem kemur slæmu orði á Íslendinga er ekki öfugur rasismi. Ég nefnilega er ekki að vísa til kynþáttar þeirra eða að eigna honum neina eiginleika. Þau eru lélegt fólk af sjálfsdáðum, eins og almennt gildir um lélegt fólk.
Jón: Ég er ekki tilbúinn til að komast að sameiginlegri niðurstöðu varðandi aðra þjóðflokka eða önnur þjóðerni í sambandi við mína menningu eða arfleið
Ég er ekki tilbúinn til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu um menningu eða arfleið þjóðarinnar með Jóni. Hann gefur einfaldlega hvergi til kynna að hann hafi neinar forsendur til þess að meta hvað í henni felst. Þvert á móti eiginlega. Eins og sést hérna:
Jón: Ísland fyrir Íslendinga, það er alveg rétt. Ísland er fyrir Íslendinga, það er þannig frá uppruna.
Einmitt. Frá þeirri stund þegar norðmennirnir með bresku konurnar sínar og írsku þrælana tóku hér land hefur Ísland verið fyrir Íslendinga.
Ég hef sagt það áður og segi það aftur: illa. gefið. hyski.
Smáralundur, Hafnarfirði. Þar var ég sem þriggja til sex ára lítill patti. Hafði ekki komið í garðinn í 22 ár og hann hefur mikið breyst, enda stæðust líklega fæst leiktækin sem voru þar nútíma öryggiskröfur.
Hamraborg, Reykjavík. Fyrsti leikskólinn sem ég vann á. September til nóvember 2002. Þessi leikskóli er ansi vel falinn í Grænuhlíð. Ansi stór og fínn garður sem var verið að endurnýja og stækka þegar ég vann þarna.
Álfatún, Kópavogur. Desember 2002 til maí 2003. Skrýtnasta leikskólahúsnæði sem ég hef komið í. Er gamalt þriggja hæða einbýlishús sem fyrrverandi eigendur breyttu í einkaleikskóla. Garðurinn er meira og minna allur ein brekka. Ég var þarna fljótlega eftir að bærinn tók yfir reksturinn og mér skilst að skipulagið innandyra sé orðið betra en það var.
Fagrabrekka, Kópavogur. Eftir að hafa arkað um Kópavog og borið út póst í tæplega hálft ár hóf ég störf á Fögrubrekku í janúar 2005. Ég hef því unnið þar í rétt rúmlega sex ár. Fljótlega eftir að ég byrjaði varð mér ljóst að ég hafði áhuga á leikskólastörfum og hóf að líta á þau sem meira en tímabundið skemmtistarf (því ekki voru það nú launin sem löðuðu mann á leikskólana!). Haustið 2007 byrjaði ég svo í leikskólakennaranáminu í HA.
Bjarmi, Hafnarfirði. Þarna var ég í fjórar vikur í upphafi árs 2009 sem vettvangsnemi. Þetta er einkarekin ungbarnaleikskóli. Ekki stór en ansi skemmtilegur!
Marbakki, Kópavogi. Seinni vettvangsnámsskólinn. Var þarna í góðu yfirlæti í 10 vikur um haustið 2010. Lærði mikið og leið vel.