Heiðarleiki íslenskra fjölmiðla

Íslenskir netmiðlar eru ótrúlega óheiðarlegir. Nú er að finna á vísi.is þessa frétt um málaferli gegn Kurt Westegaard, danska skopmyndateiknaranum. Þessi frétt hefur tekið veigamiklu breytingum í dag. Þegar hún birtist fyrst var fullyrt bæði í fyrirsögn og í fréttinni sjálfri að Danir yrðu að framselja Westegaard, að þeir hefðu skuldbundið sig til þess í gegnum tilskipunina. Síðan þá hefur fréttin gengið manna á milli á Facebook þar sem að menn hafa annað hvort tekið henni gagnrýnislaust og séð þarna dæmi um galla við inngöngu í ESB eða þá séð í gegnum bullið og bent m.a. á bréfið sem Óli Tynes byggir fréttina á.

Einhver á Vísi.is, annað hvort Óli sjálfur eða einhver annar, hefur áttað sig á því hversu neyðarlegt þetta var. Og fréttin er löguð. Eða réttara sagt, henni er gjörbreytt efnislega án þess að nokkur fyrirvari sé gerður á því að um leiðréttingu sé að ræða og að mistök hafi verið gerð upphaflega.

Þetta er ansi leiðinlegur ávani bæði hjá Vísi og Mbl á netinu. Og þetta er alveg ofboðslega óheiðarlegt.