Það flugu apar út úr rassinum á mér…

…og bættust þeir í hóp fljúgandi svína sem voru í oddaflugi yfir Reykjarvíkurtjörn.

Eða það er allavega ekki ólíklegra en það að Jón Magnússon hafi verið að kvarta yfir fordómum í garð manna af sinni þjóðfélagsstöðu og bera sig saman við gyðinga á fyrri hluta seinustu aldar. Jón Magnússon. Æi þið vitið, hæstarréttarlögmaðurinn sem sat á þingi. Bara alveg eins og „júðarnir“ (hans orðalag). Ofsóttur, hrakinn, landlaus, úrhrak samfélagsins, í sífelldum ótta um líf sitt og limi svo ekki sé talað um annara af sínu kyni.

Þessi þarna sem skrifaði greinina Ísland fyrir Íslendinga? þar sem hann setti þennan stórkostlega fyrirvara:

Enginn má engin skilja orð mín svo að ég sé á móti Pólverjum eða öðru kristnu fólki úr okkar heimshluta.

Nei, Jón hefur sko enga fordóma gagnvart heiðvirðu kristnu fólki.

Hann sjálfur skilur nefnilega vel hvernig það er að verða fyrir fordómum.

Er þetta fílahjörð þarna við hliðina á demantanámunni?