Henry Birgir og krabbameinið

Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu, skrifaði pistil í blaðið í gær þar sem hann færir rök fyrir þeirri skoðun sinni að helsta vandamál knattspyrnunnar í dag sé leikaraskapur. Ég er reyndar ósammála þessari skoðun hans, að mínu mati er spilling, óráðssía og fáránlegar ákvarðanir FIFA, UEFA og annara knattspyrnusamtaka miklu stærra vandamál en ég get alveg tekið undir að leikaraskapur sé hvimleiður fylgifiskur fótbolta í dag.

En í pistlinum skrifar Henry m.a. þetta:

Við fjölmiðlamenn þurfum einnig að líta í eigin barm og vera óhræddari við að gagnrýna svindlarana og láta þá svara til saka fyrir gjörðir sínar.

Undir þetta má taka. Þess vegna skýtur það skökku við að sjá ekki einn leikmann nefndan með nafni í þessum pistli. Henry talar um framherja Víkings og leikmann FH og hlýfir þannig einmitt svindlurunum sem hann vil skera upp herör gegn. Vonandi lætur hann vaða næst og segir okkur einfaldlega um hverja hann er að tala.