Jæja.
Það er bara fjögurra ára bloggafmæli.
Ekki geri ég mikið í því.
En á morgun er eitt af hinu taginu. Ekki stórt sosum, en þó ekki minna en svo að ég býð nokkrum vinum í hátíðarkvöldverð.
Stefnt er á að matseðillinn verði eitthvað í þessa áttina:
Forréttur:
Grillaðir humarhalar með estragoni, hvítvíni og hvítlaukssmjöri
Aðalréttir:
Ofnbökuð ýsa í rjómaostasósu
Sætur og sóðalegur chilikjúklingur
Steik – tiltölulega hefðbundin
Eftirréttir:
Syllabub með ástaraldinum
Ís með púrtvíns- og konjakslegnum gráfíkjum
Kaffi og meððí
Sjáum hvernig til tekst. Ég á ábyggilega eftir að fara á tauginni yfir þessu annað kvöld. En þó er kostur hversu mikið af þessu er hægt að vera búinn að græja áður en gestirnir koma. Kvöldið í kvöld fer mikiðtil í eldamennskuna.