Taktu þátt í skehntilegri getraun!

Mig langar að stæla bloggara dauðans svona einusinni. Það hlýtur að vera í lagi. Hann getur þá jafnvel spreytt sig á þessu sjálfur sér til gamans, ef hann skyldi væflast hingað.

Spurningin  er sumsé, hvað er það sem tengir saman eftirtalda fimm einstaklinga (í engri sérstakri röð):

  • Dr. Mohammed Mosaddeq (Fyrrum forsætisráðherra Írans)
  • Othniel Charles Marsh (Steingervingafræðingur og óforskömmuður)
  • Kim Phuc (Fórnarlamb og nútímaíkon)
  • Dweezil Zappa (Gítarleikari og afsprengi)
  • Frank Rijkaard (Tuðrusparkari og eitthvað svona yfir)

Svar telst ekki fullgilt nema rökstuðningur fylgi hverri tengingu. Svindlið að vild.

Það eru engin verðlaun eða neitt. Mér fannst bara svo gaman að taka þetta saman að ég varð að deila því með öðrum. Ef ég nenni og ef viðkomandi vill skal ég bæta honum í þetta óskaplega hálfkaraða tenglasafn hér til hliðar. Og hverjum öðrum sem spreytir sig, þessvegna.