Taktu þátt í skehntilegri getraun!

Það var svo gaman að púsla þessu saman síðast að ég bara verð að reyna mig við þetta aftur. Þessi á að vera aðeins snúnari en sú fyrri (hún var alltof létt, eftir á að hyggja). En þetta á samt ekki að þurfa að valda neinum vandræðum að ráði.

Sumsé: Hvað er það sem tengir þessi fimm saman? Lausnin felst í einu orði, en að sjálfsögðu þarf að útskýra tengingarnar fyrir hvert og eitt þeirra. Þær eru ekki alveg eins auð-wikiaðar og síðast.

Lillian Hellman, leikskáld
Dannii Minogue, söngkona og þúsundþjalasmiður
Cate Blanchett, leikkona
Leslie Nielsen, leikari
Bragi Ólafsson, ljóðskáld og rithöfundur

Verðlaun þau sömu og síðast – ef ég nenni.

Birt á því sem mér virðist eins mánaðar ártíð Ármanns Jakobssonar á tölvuöld.

Join the Conversation

 1. Avatar
 2. Avatar
 3. Avatar

5 Comments

 1. Regina

  Lilian Hellman – libretto við óperuna Regina er byggt á verki hennar Three Little Foxes
  Dannii Minogue – gaf út ábreiðu af Baby Love sem Regina Richards flutti fyrst
  Cate Blanchett – lék Elísabetu drottningu (regina=drottning)
  Leslie Nielsen – fæddur í Regina, Sask., Kanada
  Bragi – bassaleikari í Regínu með Sykurmolum

Leave a comment

Skildu eftir svar við Magnús Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *