Það er skemmtileg persónuleg lífsreynslusaga í Mogganum í morgun, skrifuð af ágætum pilti sem reyndi sig vansöngva á æfingu hjá kórnum mínum á þriðjudagskvöldið var. Honum var hálfgerð vorkunn að vera fleygt svona strax útí djúpu laugina: Við erum að æfa Jólakantötu Honeggers og Gloriu eftir Poulenc fyrir jólatónleikana í desember. Ég get vel trúað að hafi komið dálítið á hann, blessaðan. En vona að hann þori þó að koma aftur.
Og megi hann skrifa sem oftast um reynsluna – ég væri til í að lesa… svona… „raunveruleika-“ greinabálk um það hvernig er að vera óreyndur söngmaður að syngja krefjandi tónlist í ráðsettum kór. Paris Hilton fyrir okkur rauðhálsana.
Eða kannski svona… …Ernest Hemingway… (æ mig auman) …að lýsa lífinu í skotgröfunum. Kannski dáldið utanaðfrá, en samt á staðnum.
Eða kannski er ég bara svona hrifinn af þessu fyrir plöggið…