Taktu þátt í skehntilegri könnun um sifjaspell!

Við hjónin vorum að tala saman í gærkvöldi. Og, eins og oft vill verða þegar fólk tekur upp léttara hjal saman, þá barst talið að sifjaspellum. Reyndar út frá móðurmálssjónarhorninu: við vorum ekki alveg sammála um það hvaða skilningur væri lagður í orðið dags daglega. „Það þarf að gera skoðanakönnun,“ sagði konan mín. Svo ég ákvað að ég skyldi bara gera það, á tölvuöld.

(hér hleyp ég yfir kaflann þar sem ég hringdi í foreldra mína og fékk þá til að vera óháða álitsgjafa í málinu)

En spurningin sem þarf að svara er afar einföld. Þetta snýst ekki um orðabókarskilgreininguna: um hana er ekki deilt. Þetta er spurning um málskilning og henni má svara með einföldu eða nei:

Samkvæmt þínum málskilningi, felur orðið sifjaspell sjálfkrafa í sér að um sé að ræða kynferðislega valdbeitingu eins aðila yfir öðrum?

Ef þú ert að lesa þetta, þá bið ég þig lengstra orða að svara hér að neðan – ég á ekki von á að það stórt úrtak slæðist hér inn að ég megi við því að missa af neinum.