Taktu þátt í skehntilegri könnun um sifjaspell!

Við hjónin vorum að tala saman í gærkvöldi. Og, eins og oft vill verða þegar fólk tekur upp léttara hjal saman, þá barst talið að sifjaspellum. Reyndar út frá móðurmálssjónarhorninu: við vorum ekki alveg sammála um það hvaða skilningur væri lagður í orðið dags daglega. „Það þarf að gera skoðanakönnun,“ sagði konan mín. Svo ég ákvað að ég skyldi bara gera það, á tölvuöld.

(hér hleyp ég yfir kaflann þar sem ég hringdi í foreldra mína og fékk þá til að vera óháða álitsgjafa í málinu)

En spurningin sem þarf að svara er afar einföld. Þetta snýst ekki um orðabókarskilgreininguna: um hana er ekki deilt. Þetta er spurning um málskilning og henni má svara með einföldu eða nei:

Samkvæmt þínum málskilningi, felur orðið sifjaspell sjálfkrafa í sér að um sé að ræða kynferðislega valdbeitingu eins aðila yfir öðrum?

Ef þú ert að lesa þetta, þá bið ég þig lengstra orða að svara hér að neðan – ég á ekki von á að það stórt úrtak slæðist hér inn að ég megi við því að missa af neinum.

Join the Conversation

 1. Avatar
 2. Avatar
 3. Avatar
 4. Avatar
 5. Avatar
 6. Avatar

34 Comments

 1. Nei.

  Sem dæmi um valdbeitingarlausu útgáfuna sem fellur líka undir sifjaspell skv. mínum skilningi verð ég að eftirminnilegan kafla úr „Hotel New Hampshire“ eftir John Irving.

  Og svo auðvitað „munu systrungar sifjum spilla“…

 2. Já — fyrstu viðbrögð.
  Nánari umhugsun — líklega ekki.

  ….Mætti halda að við Orri værum framsóknarmenn….

  Og af hverju ættu félagsvísindamenntaðir einstaklingar frekar að segja já en aðrir xxxmenntaðir einstaklingar? Er ekki að ná því ….

 3. Nei
  ekki er valdbeitingar þörf í þeim skilningi að beita líkamlegu valdi, andlegt er nóg og þá breytist svarið í

 4. Vegna þess að þegar félagvísindafólk var á kafi í rannsóknum á kynferðislegri misnotkun á börnum fyrir um aldarfjórðungi síðan, þá var það oftar en ekki nefnt „sifjaspell,“ sennilega vegna þess að kynferðisleg misnotkun á börnum er í flestum tilfellum sifjaspell, tæknilega séð. Sifjaspell er hins vegar mikið víðara hugtak og skörunin virðist vera meiri á annan veginn en hinn.

 5. Nei.

  Í mínum skilningi hefur orðið ,,sifjaspell“ alltaf verið heiti á því þegar skyldir einstaklingar eiga í kynferðislegu sambandi. Vissulega kemur kynferðisleg misbeiting við sögu þegar faðir nauðgar dóttur sinni, en það er ekki skilgreiningin á sifjaspelli. Það er einnig sifjaspell ef 40 ára tvíburar eiga í kynferðislegu sambandi, óháð því hvort annar misbeiti hinum eður ei.

  Út frá skilgreiningu minni að ofan má sjá að þessu er eins háttað og með fótboltamenn og íþróttamenn – allir fótboltamenn eru íþróttamenn, en það eru ekki allir íþróttamenn fótboltamenn.

  Ég veit að þú ert búinn að greina niðurstöðu þessarar könnunar, en mig langaði samt að leggja orð í belg:)

Leave a comment

Skildu eftir svar við Elías Halldór Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *