Hreintungufasismi fyrir víðerekomne – orð dagsins

Þessutan er ég með smá curiosa fyrir þá sem orðnir eru leiðir á öllu þessu tali um fákeppni á Íslandi í dag: Ég var að blaða í orðabók mér til skemmtunar í gær (einusinni sem oftar) þegar ég alltíeinu rak augun í orð sem skapaði hugrenningatengsl við annað orð sem ekki var til:

Orð dagsins er samokun.

Eða réttara sagt, sem ég hélt að væri ekki til, eða ekki í þeirri merkingu sem ég ljáði því. Svo kannaði ég málið nánar (les: gúglaði) og komst að því að þetta orð hefur verið til í þessari merkingu í að minnsta kosti tuttugu ár: Sjá dagblaðsgrein.

Erettekki merkilegt.