Það eru nokkrir punktar sem hafa verið að brjótast í mér um þjóð- og heimsmálin síðustu vikur og mánuði (já, eins og alltaf svo tímanlega í umræðunni…) og sem ég held ég verði bara að játa upp á mig, þótt einhverjir þeirra geti kannski talist þvert á karakter.
- Ég er ekki frægur talsmaður harðari refsinga. En ég er bara hreint afskaplega ánægður með miðbæjaraðgerðir Reykjavíkurlöggunnar. Um að gera að hirða peningana af þessum sóðum – fólk lærir mun meira af því en að vera stungið í grjótið.
- Í framhaldi af því: Þegar ég sé siðlausu subbuna í bílnum fyrir framan mig skrúfa niður rúðuna til að fleygja Cult-dósinni sinni á malbikið hugsa ég: „Þennan mætti sko aldeilis alveg rukka um tíu bláa Brynjólfa. Lágmark.“
- Mér finnst Friðarsúlan ódjissla flott. Hún rúlar.
- Ég hef aldrei haft mikið álit á Birni Inga Hrafnssyni. Ég hélt lengi vel að það gæti ekki orðið minna. En ég verð að játa að það hefur aukist töluvert síðustu vikuna.
- Ég á voðalega erfitt með að heillast af Kiljunni. Ég hef reynt, en hún bara… … …ég nenni því ekki. Alltaf þegar ég kveiki finnst mér hann Egill bara vera að sýna einhver myndbrot úr kalda stríðinu.
- En mér fannst Dr. Who þættirnir æðislegir. Þeir fáu sem ég sá. Í alvörunni. Æðislegir.