Nýtur manga neinn?

Talandi um það.

Ég hef aldrei skilið hvað fólki finnst svona merkilegt við manga.

Ég fór á Borgarbókasafnið niðrí kvos í gær. Þar var heljarinnar útstilling í anddyrinu með manga-bókum. Og rekki á rekka ofan á annarri hæðinni – ég gekk framhjá þeim í leit að einhverju meira við mitt teiknimyndasöguhæfi inni í horninu þar fyrir innan.

Ég blaðaði nokkrum af þessum bókum. Og ég bara…

…fattaði þetta ekki.

Mér er hreintútsagt fyrirmunað að hafa gaman af manga.

Með einni undantekningu, vitaskuld.

Ég hef mjög gaman af Manga Teits.

One reply on “Nýtur manga neinn?”

  1. Ég er innilega sammála í öllum atriðum. Þetta krapp er skaðvaldur gegn hinu góða manga-nafni.

Comments are closed.