Ekki átti ég von á að ég ætti nokkru sinni eftir að geta sagt þetta, en ég geri það þó nú af dýpstu hjartans sannfæringu:
Ég mæli með því að fólk lesi Símaskrána. Það er skemmtileg lesning.
– – –
Vil annars láta vita af því að í morgun fór ég í fyrsta sinn á línuskautana sem ég keypti mér í vikunni. Og er enn óbrotinn. Og meiraðsegja ekkert aumur í rassinum. Svo blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð.