Vindlar Faraós

Flesta daga vinnuvikunnar á ég leið gegnum samgöngumiðstöðina í Lyngby tvisvar á dag. Sem ég færi ekki í tal nema fyrir það að þar má finna tóbaksverslun með sama nafn og ofangreind Tinnabók. Og hví nefnir hann það, skyldirðu spyrja? Sosum ekki út af neinu sérstöku. Nema því að ég kemst alltaf í ágætt skap …

Þar small það loksins… (og ögn um Flatus)

…hvernig maður gerir alla íslensku stafina á dönsku lyklaborði. Þ og ð komu síðast – bara núna rétt í þessu. Ég sé að allt er að ganga af göflunum þarna hjá ykkur út af einhverju sem kallast matvælaöryggi. Hvað í anskotanum er að ykkur þarna uppi á skerinu? Eru allir að verða vitlausir eða hvað?! …

Saman á ný

Öll komust þau til mín heilu og höldnu. Ég ver mínum virku dögum í vinnunni meðan þau stika spítalasvæðið (sem er reyndar mun fýsilegra en það hljómar – Jóhannes skírari er með alveg gullfallegar grundir), bregða sér í bæinn, niður að höfn eða á leikvöllinn í almenningsgarðinum. Svo um helgar bregðum við saman undir okkur …

Ekki á morgun, heldur hinn…

…svo það styttist. Ég bý í lítilli eins herbergis íbúð með eldhúsi og baði, tótalt rétt rúmir tuttuguogfimm fermetrar. Fullkomið fyrir mig, en kannski dálítið þröngt fyrir fimm manna fjölskyldu og fjóra í sumarfríi (dvs þaraf). Svo það var ágæt redding þegar fannst handa mér önnur slík í sama stigagangi næsta mánuðinn, svo hægt verður …

Jæja, kominn til Hróarskeldu og byrjaður í vafstri. Flaug út á þriðjudag, sat minn fyrsta vinnufund á miðvikudagsmorgninum, eyddi fimmtudeginum í pappírsvinnu hjá hinu opinbera og vann aftur á föstudagsmorguninn. Það virtist vera nokkuð týpískur vinnudagur fyrir vini okkar Dani: Endaði á því að allir fóru í hádegismat. Kominn heim í kompuna gerði ég það …