Jæja, kominn til Hróarskeldu og byrjaður í vafstri. Flaug út á þriðjudag, sat minn fyrsta vinnufund á miðvikudagsmorgninum, eyddi fimmtudeginum í pappírsvinnu hjá hinu opinbera og vann aftur á föstudagsmorguninn. Það virtist vera nokkuð týpískur vinnudagur fyrir vini okkar Dani: Endaði á því að allir fóru í hádegismat.

Kominn heim í kompuna gerði ég það sem ónefndur maður myndi kalla heiðarlega tilraun til að drepa mig: Ég fór á línuskauta um spítalahverfið. Faðmaði nokkra trjástofna og umferðarskilti á leiðinni en kom heill og sveittur heim.

Þessi frásögn er vaðandi í sköllum. Mér finnst það bara alltílæ.

Nú hlakka ég bara fyrst og fremst til þess að fá fjölskylduna til mín. Fjórir dagar þangað til.