…svo það styttist.
Ég bý í lítilli eins herbergis íbúð með eldhúsi og baði, tótalt rétt rúmir tuttuguogfimm fermetrar. Fullkomið fyrir mig, en kannski dálítið þröngt fyrir fimm manna fjölskyldu og fjóra í sumarfríi (dvs þaraf). Svo það var ágæt redding þegar fannst handa mér önnur slík í sama stigagangi næsta mánuðinn, svo hægt verður að eyða deginum í annarri og nóttinni í hinni (eða, börnin fara að sofa öðrumegin og foreldrarnir hafa það kósí hinumegin).
Þetta leggst bara vel í mig.
Ég er mun meiri alvörumaður í þessari dvöl það sem af er en ég átti von á. Búinn að festa minnismiða upp um alla veggi og kaupa mér svarta möppu undir pappírsfarganið. Eða, minnismiða upp á þá veggi sem ég þakti ekki með gömlum Vox Academica plakötum, kurteisi frá Þórarni Leifssyni.
Hef fundið tvö netkaffihús það sem af er, Ráðhúskjallarann og Hótel Pindsen. Ég verð að athuga með að fá mér pung – á mánaðargrundvelli er ekkert vit í að punga út sem svarar einum kaffibolla í hvert skipti sem maður vill kíkja í tölvupóstinn eða skæpa heim.
Og bara for ðö rekkord: Skæp bjargaði lífi mínu. Það er besta uppfynding tölvualdar. Punktur.