Vil du være organdonor?

Sjónvarp, útvarp, gluggapóstur og veggspjöld á öllum betri almenningssamkomustöðum: Það langar alla að vita hvað ég ætla að gera við innyflin úr mér þegar ég er hættur að nota þau.

Ekki það að neitt annað standi til en að hafa þau öll með sér heim í heilu lagi – ég á ekki von á að þurfa að skilja neitt eftir hérna á meginlandinu. En bara for ðö rekkord, þá er mér ósárt um galleríið þegar þar að kemur að ég hef ekkert við það að gera lengur. Þó eru ákveðnir partar sem ég myndi ráða fólki frá að endurnýta, svo sem augnbotnar, sjóntaugar, ýmsir misæskilegir partar af heilabúinu og öll vinstri öxlin eins og hún leggur sig, til dæmis.

Henni myndi ég ekki óska upp á mína verstu óvini, ætti ég nokkra svoleiðis.

– – –

Annað í fréttum: Nú eru ekki eftir nema fjórir dagar sem ég hef þau hjá mér.

*dæs*