Draumsvefn

Að fara eða fara ekki í Parken annað kvöld – þar liggur efinn.

Eða … nei. Þegar fyrsta og elsta og hundþrjóskasta uppáhaldsbandið manns er að spila í grenndinni. Það er eiginlega ekki hægt að sleppa því – það myndi falla í flokk með öllu því sem maður sér eftir að hafa ekki gert um ævina. Ég er líka búinn að þræla mér út þessa vikuna – þú átt skilið að vera góður við sjálfan þig einu sinni, Hjörvar minn.

– – –

Sem minnir mig á að einhvern tíma ætla ég alltaf að tala um það hvernig ég tala við sjálfan mig. (Blogg er náttúrulega bara rafrænt blaður við sjálfan sig, svoleiðis. Samt einhverra hluta vegna viðurkenndara heldur en að muldra oní kjöltuna á sér í strætó, svona sem dæmi.)

– – –

En það er önnur saga. Núna er ég að hugsa um að fara og eyða því sem eftir er af deginum í Louisiana.