Kastrup, hlið B9

Fyrir framan mig er maður að dansa við fríhafnarkerru.

– – –

Ég velti fyrir mér hvað málið væri með alla þessa sportbari, afhverju þeir eru allir með græna veggi. Svo áttaði ég mig á því að báðir þeir sportbarir sem ég hef komið inná hérna heita O’Leary’s (hér og á Hovedbanestation) og græni liturinn því meira að gera með írsku vísunina.

– – –

Og fyrst ég hef opnað fyrir vitleysislokann í dag (sjá geimfarakomment hjá Sverri Jakobssyni): Á DTU héngu um tíma plaköt upp um alla veggi með risastórri áletrun:

SKITUR!

Ég staldraði alltaf við og lenti á villigötum með hausinn á mér þartil ég sá myndina af skíðafíflinu í púðursnjónum sem fylgdi með.

Ég man ekki smáa letrið.

– – –

Annað plakat sem hefur fengið mig til að staldra við: „Vild med dans! – Nyt komedishow med LINDA P.“

– – –

Jæja, það er farið að hleypa inn. Bara tveir tímar að ég verði kominn heim.

4 replies on “Kastrup, hlið B9”

  1. Ég skautaði bara of hratt yfir þetta – sá eintóma Rússa og Neil Armstrong. Internetblinda. En auðvitað mundi hann eftir „The 2nd man on the moon.“ Það er brautruðningur.

    Sé hjá mér villu hér að ofan annars: Ef mig misminnir ekki, þá heita þættirnir hennar Lindu Pé „Vild med Talent!“ Sem er náttúrulega pínu fyndið útaffyrir sig ef maður sé í Danmörku.

  2. Af alfræðikvikvefnum:

    On September 9, 2002, filmmaker Bart Sibrel, a proponent of the Apollo moon landing hoax theory, confronted Aldrin outside a Beverly Hills, California hotel. Sibrel called Aldrin „a coward, a liar, and a thief,“ saying „You’re the one who said you walked on the moon and you didn’t“. Aldrin punched Sibrel in the face. Beverly Hills police and the city’s prosecutor declined to file charges. Sibrel suffered no permanent injuries.

Comments are closed.