Uppreisnir. Baun. Góður dagur.

Þrennt sem þrátt fyrir allt (eða réttara sagt vegna alls þessa) átti góðan dag í gær:

  1. Íbúðalánasjóður. Spunarokkarnir eru þagnaðir, þeir sem vildu leggja hann niður.
  2. Íslenskt táknmál. RÚV virðist loksins búið að viðurkenna að þetta sé alveg hægt. Þetta er ekkert mál.
  3. Steingrímur J. Sigfússon. Hann hafði fullkomið efni á að segja „ég er búinn að vera að segja þetta svo lengi.“ Og honum tókst að segja það án þess að líta út eins og hann væri að slá sér upp á því. Af því að hann þurfti þess ekki. Hann er búinn að vera að segja þetta svo lengi.

– – –

Annars er ég kominn aftur út til Danmerkur og mun verða eitthvað inn í nóvember.

*dæs*

– – –

Þetta voru mjög athyglisverðir dagar að eyða á skerinu. Að koma heim fyrir síðustu helgina í september inn í vaxandi óvissuna sem breyttist í sjokk á mánudeginum fyrri og svo sívaxandi hreinræktað panikk eftir því sem leið á vikuna og yfir helgina. Og svo aftur sjokk í gær (með eftirskjálftum þaraf í morgun, þótt þetta hafi nú verið fyrirsjáanlegt). Nú er ég kominn út aftur svo ég veit það ekki: eruð þið að fara að jafna ykkur á þessu?

– – –

Ég ræddi við móður mína í síma í gærkvöldi. „Ég finnst þetta góður dagur,“ sagði hún. „Við höfum bara gott af þessu.“

Og ég verð að segja að ég var tölvert sammála henni.