Sokkar, tvífarar mánaðarins og kreppudiskur í undirbúningi

Viðskiptafréttirnar á TV2 segja frá skelfingarástandinu hjá litlu grönnum okkar á eyjunni í norðri. Sjálfur er ég í pásu frá að stoppa í sokka – ég er að vinna mig í gegnum hrúgu af svona tíu-fimmtán pörum.

Og nei, það er ekki alþjóðlega lánsfjárkreppan sem kennir berfættum graspiparsveini að stoppa í sokka. Ég hef gert þetta allt frá táningsárum.

– – –

Ég varð að taka mér þessa pásu til að benda á tvífara mánaðarins: Davíð Oddsson seðlabankastjórinn okkar annars vegar og Lúlú, kýrin hennar Frú O’Leary hins vegar. Þau eiga sitthvað sameiginlegt.

050b5f512be5ebd486247fbb844d04bf_300x225.jpgcow1.gif

– – –

Annars þyrmdi skyndilega svo mikið yfir mig yfir þessu öllu í dag. Að horfa á þetta svona úr fjarlægð er eins og að horfa á júmbóþotu brotlenda á húsinu manns. Manni líður skelfilega en sjónarspilið er svo svakalegt að maður getur ekki litið undan. Ég hringdi í konuna í hádeginu og leið betur að heyra röddina í henni, þótt mér hafi ekkert litist á lýsingarnar. Svo settist ég niður eftir vinnu og púslaði saman spilalista á iPodinum mínum: „Kreppan kemur!“

Einn ágætur maður grípur hvert tækifæri sem gefst (og það réttilega) til að núa mér því um nasir er ég fyrir margt löngu lýsti því yfir hvað ég væri með víðan tónlistarsmekk – víðari en nokkur sem ég þekkti. Sá hinn sami hefur þó í seinni tíð hrósað mér fyrir það að kunna að setja saman spilalista.

(Hvernig er það annars Magnús, ferð þú ekkert að verða léttari?)

Svo ég er að hugsa um að fara í spilalistabloggleik. Kannski einhvern tíma um þetta leiti á morgun.