Frelsi

Mikið líður mér vel akkúrat núna.

Ég var rétt áðan að klára niðurlagsfundinn eftir dvöl mína hér í Danmörku. Allir sáttir, eftir að hnýta nokkra lausa spotta á morgun, svo pakkað saman og eftir nákvæmlega tvo sólarhringa verð ég einhversstaðar yfir færeyskri fiskveiðilögsögu.

Af því tilefni hlekkja ég á þetta þjónvarp hérna. Tilvalið til að halda uppá kosningar, koma sér í gott skap, fá nostalgíu- eða aumingjakast, eða bara til að losna við kreppulög af heilanum á sér.

– – –

Meðal annarra orða: Brynjalilla benti mér á að sjóbaðabærinn heitir Bjerred. Sjóbaðið sjálft á sér ágæta heimasíðu. Hvatt er til öldrykkju, en notkun sundfata bönnuð að viðurlögðum refsingum. Sumsé: toppstaður.

3 replies on “Frelsi”

  1. er einmitt að hugsa um að skella mér í sjóinn í kvöld, hrista af mér prófþungann vel og vandlega og síga inn í algleymi kuldans sem er allra meina bót

Comments are closed.