Nepja og einhvunnlags ókennd

Hann var napur í morgun, vindurinn þegar ég fór með yngri börnin á leikskólann.

Á leið heim aftur var eins og allur litur úr umhverfinu. Enn ekki nema örmjó kóngablá rönd út við sjóndeildarhringinn. Það ískraði í leikskólahliðinu þegar ég opnaði það og vindurinn söng eins og þeremín í ljósastaurunum. Eitt andartak leið mér eins og ég væri staddur í vísindaskáldskaparmynd frá sjötta áratug síðustu aldar. Átti allteins von á að sjá risavaxna kónguló koma kjagandi inn götuna.

Ekki skrýtið að ég skyldi svo hafa farið að láta tékka á mér hausinn.

4 replies on “Nepja og einhvunnlags ókennd”

  1. Það er nú einmitt meinið nútildags að repja er ekki nógu mikið notuð til manneldis.

Comments are closed.