Velkomin í partýið við enda lýðveldisins

Dagurinn í gær var afar merkilegur.

Hápunktar frá mínum sjónarhóli, í tímaröð:

  1. Fánabrenna á x-D fána frá Sjálfstæðisflokknum.
  2. Tryggvi Gunnarsson sjálfstæðishetja grímuklæddur í Alþingisgarðinum.
  3. Ég sem einkabílstjóri friðsamlegasta mótmælanda dagsins eftir að hann fékk piparúða í andlitið.

Stemmingin í gærkvöldi var sérstök: Hálfgerð partýstemming – góða skapið allsráðandi en undirliggjandi einhver alltaðþví óbærileg spenna sem kveikti grun um að eitthvað gæti hvenær sem er farið skelfilega úrskeiðis. Sem það gerði blessunarlega ekki.

Í morgun sagði ég við konuna mína að dagurinn í gær hefði verið næstmikilvægasti dagurinn í flísbyltingunni (sem hún vill reyndar frekar kalla lopabyltinguna). Sá mikilvægasti verður dagurinn í dag.

Alþingi kemur saman uppúr hádegi. Hvar verður þú?