Andheitið við deisja-vú

Ég fékk bréf í dag.

Það var frá Íslenskri Erfðagreiningu, og bar titilinn „Boð um þátttöku í vísindarannsóknLangtímarannsókn á minni.“

Það hófst á þessum orðum:

Kæri viðtakandi

Með þessu bréfi viljum við minna á fyrra samhljóðandi bréf sem þér var sent vegna rannsóknar okkar á minnissjúkdómum meðal Íslendinga…

Og lengra komst ég ekki, því ég fór strax að velta fyrir mér af hverju ég mundi ekki eftir þessu fyrra samhljóðandi bréfi sem þau sendu mér. Er kannski einhver sérstök ástæða fyrir því að ég er í þessu úrtaki? Einhver ástæða sem þau vita um en ég ekki? Eða er ég bara búinn að gleyma henni?

Ég er ekki viss…

…en ég les þetta eflaust yfir um helgina og fylli út fyrir þau. Þótt ég óttist að það eigi alveg eftir að rústa fyrir þeim viðmiðunarhópnum.