Pólitískar hreinsanir

Mig langar til að halda þessu til haga.

Þessa dagana er hrópað mikið og hátt um „pólitískar hreinsanir.“ Ef við því er átt við að það eigi að hreinsa pólitíkina út úr þeim stofnunum þangað sem hún á ekkert erindi, s.s. Seðlabankanum, þá tek ég heils hugar undir.

Það er einhvern veginn þannig að í hvert sinn sem ég heyri kvartað yfir „pólitískum hreinsunum“ þessa dagana, þá skýtur upp í huga mér annað orð: „þjóðþrif.“