Bloggað í beinni: Evróvisjón – seinni undankeppni

Ji, bara þrjú lög búin og ég alltof seinn inn hérna. Það á sér sínar leiðinlegu skýringar sem má bíða að fara útí. Nú er annað meira mikilvægt.

Ég heyrði óminn af litháíska laginu utan af palli. Mér fannst það ekki hljóma neitt alltof spennandi en missti náttúrulega af því hvernig þeir litu út á sviðinu. Ég spurði yngri dóttur mína (6 ára) sem var fyrst með matinn. Hún sagði að þetta hefðu verið einhverjir kallar að syngja á silfurnærbuxum. Hún var ekki hrifin. En ég sé hálfpartinn eftir að hafa misst af því. Var eitthvað varið í þetta?

Armenía var næst og enn var ég úti á palli að éta slátur. Núna var sú elsta (9 ára) mætt fyrir framan kassann og sagði mér að það hefðu verið skógardvergar á sviðinu. Útfrá því sem ég heyrði (og sá, í svona tíu sekúndur) var ég ekki impóneraður.

Ísrael – þarna var ég loksins kominn og náði honum stráknum á meðan græjan var að ræsa sig. Fannst þetta ekki alslæmt framanaf. Svo skipti ég um skoðun þegar á leið. Þetta var sorglegt lag og allt svoleiðis sko. Svo fór hann að þenja sig upp á við og yfir það sem mónitórinn gaf honum og þá varð þetta bara alltsaman sorglegt. Lag sem hefði átt góðan séns með góðum flutningi. En ekki lengur.

Sjúkk. Nú er auglýsingahlé, svo ég hlýt að geta unnið restina upp á meðan. Neeei! Bíðiði!!!

Danmörk, púffpúffpúff. Ég var ekki hrifinn. Bara eitthvað níundaáratugar rúnk. Með ú-i. Eða sko, með úúúúú-i.

Sviss – alveg rétt. Það var þessi með eyrun. Ég hef oft spáð Svissi áfram, þegar það hefur sent frábær lög með glimrandi góðum flutningi. Fyrst mér skjátlaðist þá, þá fer það ekki áfram í kvöld.

En ég var ógeðslega hrifinn af sænsku stelpunni. Einvernveginn þannig að allt er á þann veginn að manni ætti að finnast það óþolandi, en manni finnst það ekki, heldur tværtimod. Gott mál.

Azerbaídshjan (hvernig skrifar maður þetta helvíti) og loksins er maður orðinn læv hérna. Þetta er lagið sem ég held að allir hafi verið að tala vel um. Og hún syngur vel þessi stelpa. En lagið finnst mér ekkert yfirmáta spes. Og ballettstrákurinn með rauða bindið dálítið hallærislegur. Samt, það er nokkurn veginn að þetta sleppur.

Ef ég hefði verið hérna frá byrjun hefði ég haft tíma til að halda utanum vindvélanotkun kvöldsins. Með þessu áframhaldinu stefnir í met.

Æjá. Alveg rétt. Úkraína. Þetta er svo slæmt. Á alla vegu. Lagið yfirmáta skelfilegt. Ekki alveg verið að hitta á tónana í upphafinu. Og vindvélin maður. Gat nú skeð. Samt eins gott að það eru ekki ballettstrákar að skekja sig á bakvið hana á 160 bpm. Samt, það er reynt að redda einhverju með gegnsæja kjólnum. Með, vona ég, engum árangri.

Obbosí. Hollendingar hafa verið svo clueless í þessu síðustu áratugi. Síðan bara, öhh. Hvenær? Og hvað svo? Eru þetta Bobbysocks? Ertu ekki að fokking djóka í mér?! Ojæja, tengdamamma fílar þetta allavega. Staðin upp og farin að dilla sér á gólfinu með krökkunum. Og hver er ég að setja útá þetta, Schlager-fanatíkerinn sjálfur.

Eins gott að kom þessi pása – ég er að reka krakkana í pottinn svo ég fái almennilegan frið til að einbeita mér að menningunni hérna.

Rúmenía já, ég hef einhvernveginn alltaf misst af þessu. Hei, þessi söngkona lítur út alveg eins og hún, þarna, aaaah, hvað heitir hún aftur? Rachel eitthvað, er það ekki? Þessi með norræna eftirnafnið, já, þarna kom það. Hún er einsog dökkhærð Scarlett Johanson. Pærótekniks maður. Og geðveika röddin. Og leðurbuxur. Það. Er. Nákvæmlega. Ekkert. til að hafa á móti þessu lagi. Svona á Evróvisjón að vera í sínu allra besta lægsta-samnefnara-stuði.

Næst er Slóvenía og ég hlakka til. Þetta finnst mér æðislega skemmtilegt. Þetta spilar beint inná Volksmusik-bentinn í mér. Og snjóþvegni gallabuxnavinkillinn spillir ekki fyrir. Þetta lag er að minnstakosti þrjú ef ekki fjögur lög í einu. Og mér finnst þau öll jafn yndislega hallærisleg. Ég er draugfúll að fá ekki að kjósa þetta áfram, því ég er handviss um að enginn annar með fullu viti gerir það. Mér finnst löngu kominn tími til að Volksmusik fái sitt reprazent í Evróvisjón.

Þá kemur írska dívan sem snýr aftur eftir öll þessi ár. Hún getur sungið náttla. Og er hinn girnilegasta, rétt í laginu með rauða hárið sitt. En samt, ég held að það kæmi mér á óvart að sjá þetta fara áfram. Kannski afþví að mér finnst lagið dálítið leiðinlegt. Erfitt að segja. … Sjitt maður. Hversu lengi halda þeir þessari vindvél í gangi? Er ekki búið að banna fleiri virkjanir í Noregi? Allavega, svo toppaði hún það með því að strumpa pínu falskt í lokin.

Fyrirfram held ég að ég hafi meiri trú á búlgarska laginu en meðalmaðurinn. Sko, það stendur undir öllum mínum væntingum. Hið fínasta júrótrass. Glimmer og efnislitlir geimgallar. Getur ekki klikkað. Sanniði til. … Púff. Í smástund þarna hélt ég að hann ætlaði að kyrkja stelpuna einsog var svo mikil tíska á þriðjudagskvöldið. Hann hefur sennilega hætt við á síðustu æfingu eftir árangur þeirra sem gerðu það um daginn.

Kýpur með gítarballöðu kvöldsins. Sjáum til hvort lukkast jafnvel og hjá belgíska krúttinu um daginn. Mér sýnist á öllu að þetta sé ekki alveg glatað, en ekki algjör glimrandi súxé heldur. Flórsykurinn aðeins of þykkur. Hvar er hjartað í þessu hjá ykkur krakkar? Vons mor, vit fílink! En eins og ég sagði, ekki alslæmt og má alveg fara áfram mínvegna, tildæmis frá dómnefndum, eins og Sigmar stingur undir með.

Auglýsingahlé. Notum það.

Króatía og það er Feminem. Jiminn eini hvað mér finnst þetta plebbalegt nafn. Næstum eins plebbalegt og frænka krakkanna minna (12 ára)  segir að það sé að blogga. Sérstaklega fyrir svona fullorðna karlmenn. En hún segir að þetta sé, and I quote, „sigurstranglegt.“ Og hún er með puttann á púlsinum, svo hún hlýtur að vita þetta. En erum samt sammála um að dansinn sé asnalegur. Þær kunna samt alveg að syngja stelpurnar og ég hef fulla trú á þeim, þrátt fyrir dansinn.

Þá kemur lagið frá Georgíu og ég get svo svarið það, það er annað lagið í kvöld sem mér finnst byrja alveg eins og Is it true gerði í fyrra. Hvernig er það, er ekki búinn að vera slatti af ballöðum sungnum af snoppufríðum stúlkum í kvöld? Jú, þetta er sú sjötta, ef mér skjöplast ekki. En með þeim betri. Eða, með þeim betur sungnu. Lagið var náttúrulega bara svona lala, eins og þetta alltsaman.

Og þá er þetta bara að verða búið. Tyrkir með hressa rokkarastráka og fara örugglega áfram. Eina lagið sem keyrir inná Disney-Goth línuna í kvöld. Vel spilað, vel spilað. Dave -Grohl-lúkkalæk  og. hvað. er. málið. með þetta smergelsveiflandi vélkvendi á miðjupallinum? Brjálað stuð. Við fáum að sjá þetta aftur á laugardagskvöldið.

Svo talandi um það, hvernig fer þetta nú í kvöld? Humm…

Ji, þessar gömludagaklippur eru æði.

Loksins sá ég mýflugumynd af litháísku strákunum. Og leist alveg sæmilega á. Ég spái þeim áfram. Annars verður þetta kvöldið þegar sætu stelpurnar fara áfram með ballöðurnar sínar: Svíþjóð, Azerbaídjan, Króatía og Georgía. En ekki Úkraína. Og ég held ekki Írland áfram. Svo verða það Rúmenía, Búlgaría og Tyrkland úr hressu deildinni, alveg garanterað.

Uppí hvað er ég kominn? Átta? Og hvað er þá eftir – Armenía, Danmörk, ? Holland? Nei djók. En ég held að kannski eigi Kýpur eftir að taka þetta. Og bara af því að ég er ég sendi ég Slóveníu áfram á dómnefndaratkvæðinu. Þaraseia einsmanns dómnefndinni mér.

Sumsé, tíuþjóðaspáin: Litháen, Svíþjóð, Azerbadjan, Króatía, Georgía, Rúmenía, Búlgaría, Tyrkland, Kýpur og Slóvenía. Read’em and weep.

Það virðist rétt sem haldið var fram: Þetta er mun sterkari riðill en þriðjudagskvöldið var. Miklu harðari keppni. En ég bíð samt spenntur eftir fyrsta manninum sem fer að kvarta yfir austantjaldsklíkunni þegar Danmörk situr eftir, í staðinn fyrir að horfast í augu við að lögin að austan eru bara miklu betri. Eða svona, fyrir formið.

Jæja, þá eru auglýsingar og síðasti séns að birta fyrir umslög. Sjáum til hvernig fer.

Var svissneski strákurinn með svona geðveikislega flotta barta? Ég missti alveg af því, sennilega skyggðu eyrun svona á þá.

Rétt: Georgía, Tyrkland, Kýpur, Azerbadjan, Rúmenía.

Rangt: Úkraína, Ísrael, Írland, Armenía, Danmörk.

Feilaði á þessum: Litháen, Svíþjóð, Króatía, Búlgaría, Slóvenía.

Helvítis norðurlandaþjóðaklíka alltafhreint.

Jæja, þetta er gott í kvöld. Ég þarf að fara að svæfa. En ég verð að skrifa eitthvað meira um þetta á morgun. Og líka um „fjóru stóru.“ Og uppáhaldið mitt.