Voðalegur pestarsegull er þetta að heita María. Eitt sinn var það taugaveiki. Nú svínaflensa. (Djók um 2000 ára gamla sýki vinsamlegast afþökkuð.)
Annars vaki ég og bíð eftir að frúin komi á bílnum sem hún leysti úr tolli fyrr í dag upp við Norðursjó. Ég fylgdi henni á flugvallarrútuna til Stuttgart árla morguns, svo flaug hún til Hamborgar og var komin með lest þaðan til Cuxhaven á þriðja tímanum. Til að frétta það að í dag, og aðeins í dag, lokaði tollafgreiðslan á hádegi vegna komandi verkamannahelgar. Áhugasamir bitte beðnir um að koma aftur á mánudaginn.
En mín var seig og vann sigur á þýska skrifræðinu. Hvernig mun ég aldrei fá skilið.