Mig dreymdi um daginn að það væri búið að skipta um nafn á götunni okkar. Vegna allrar stigmatíseringarinnar í kringum umfjallanirnar um „Stóra Breiðavíkurmálið“ hafði einhver silkihúfan komið því í gegn að gatan okkar mátti ekki lengur heita Breiðavík – það gat bara valdið misskilningi. Í staðinn var búið að vinna eitthvað voðalega nútímalegt götuheiti, eitthvað mun asnalegra. Hamavík eða Slimavík eða Gúmavík eða eitthvað svoleiðis. Það var óttalegt Þorláksgeislabragð af nafninu. Voða Þúsaldarlegt alltsaman. En eins og vill verða með það sem sagt er í draumum var mér fyrirmunað að muna það orðrétt.
Mikið var ég þá feginn þegar ég vaknaði.