Fyrir framan mig er maður að dansa við fríhafnarkerru.
– – –
Ég velti fyrir mér hvað málið væri með alla þessa sportbari, afhverju þeir eru allir með græna veggi. Svo áttaði ég mig á því að báðir þeir sportbarir sem ég hef komið inná hérna heita O’Leary’s (hér og á Hovedbanestation) og græni liturinn því meira að gera með írsku vísunina.
– – –
Og fyrst ég hef opnað fyrir vitleysislokann í dag (sjá geimfarakomment hjá Sverri Jakobssyni): Á DTU héngu um tíma plaköt upp um alla veggi með risastórri áletrun:
SKITUR!
Ég staldraði alltaf við og lenti á villigötum með hausinn á mér þartil ég sá myndina af skíðafíflinu í púðursnjónum sem fylgdi með.
Ég man ekki smáa letrið.
– – –
Annað plakat sem hefur fengið mig til að staldra við: „Vild med dans! – Nyt komedishow med LINDA P.“
– – –
Jæja, það er farið að hleypa inn. Bara tveir tímar að ég verði kominn heim.