Svona talar maður sem hefur horft inn í sortann og horfst í augu við andlegt skipbrot guðleysisins, mannhyggjunnar, vísindalegrar efnishyggju, eins og það hét, í helju Gúlagsins, illskunnar, mannfyrirlitningarinnar. Guð er. Líka þar. # Svo mælti séra Karl Sigurbjörnsson, æðsti opinberi embættismaður ríkiskirkjunnar. Hann var að sjálfsögðu að setja trúleysi í samhengi við illvirki kommúnista, …
Monthly Archives: apríl 2011
Áhugavert fréttamat RÚV
Eins og ég bloggaði um í gær hélt Vantrú páskabingó til þess að mótmæla íslenskri helgidagalöggjöf (og fleiru, lesið bara bloggið). Á Austurvelli söfnuðust saman líklega um 80 manns og skemmtu sér vel með kakó í annari, kleinu í hinni og bingóspjald í hin…nei við erum víst bara með tvær hendur. Þetta voru allvega bráðvel …
Í dag gerðist ég glæpamaður!
Í dag hjálpaði ég til við að fremja lögbrot. Við í Vantrú héldum árlega páskabingóið á Austurvelli í hádeginu, í trássi við hin fáránlegu lög um helgidagafrið. Eins og Matti bendir á í dag þá snýst þessi viðburður ekki um bingó. Hann snýst ekki heldur um frídaga. Hann snýst um að í lögum á Íslandi …
Heiðarleiki íslenskra fjölmiðla
Íslenskir netmiðlar eru ótrúlega óheiðarlegir. Nú er að finna á vísi.is þessa frétt um málaferli gegn Kurt Westegaard, danska skopmyndateiknaranum. Þessi frétt hefur tekið veigamiklu breytingum í dag. Þegar hún birtist fyrst var fullyrt bæði í fyrirsögn og í fréttinni sjálfri að Danir yrðu að framselja Westegaard, að þeir hefðu skuldbundið sig til þess í …
Presturinn og góðvildin
Sr. Gunnar Kristjánsson er víst einn af þeim prestum sem vill meiri pólitík í predikanir. Í dag sagði hann þetta í predikun á Reynivöllum: Aðeins með trúnni á upprisuna getum við sýnt þá góðvild sem hefur engan tilgang nema sjálfa sig. Ef þú trúir því ekki bókstaflega að fyrir tæpum 2000 árum hafi maður verið …